Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 14:04:53 (8670)

2004-05-19 14:04:53# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[14:04]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. sagði að orð skuli standa. 2. desember 2003 flutti hv. þm. ræðu hér sem ég ætla að vitna í, með leyfi forseta:

,,... það er skoðun mín og ég hugsa að það sé skoðun margra í þingflokki mínum að aðilar í atvinnugreinum hvort sem það eru sterkustu aðilarnir í sjávarútvegi, sterkustu aðilarnir í verslun eða þeir sem núna hafa eignast íslenska bankakerfið --- að slíkir aðilar geti bundist jafnvel samtökum um að eiga fjölmiðla.``

Svo hélt hv. þm. áfram, með leyfi forseta:

,,Mér finnst það liggja þó nokkuð öðruvísi við hvernig eignarhaldi og ráðandi áhrifum manna á slíkum fjölmiðlum er ráðið til lykta vegna þess að það er auðvitað hægt að misnota vald sitt ef menn eru stórir eignaraðilar ...``

Getur hv. þm. hjálpað mér að rifja upp hver það var sem flutti þessa ræðu 2. desember 2003?