Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 14:06:43 (8671)

2004-05-19 14:06:43# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[14:06]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég held ég geti alveg bætt um betur í því, hæstv. forsætisráðherra, vegna þess að ég gerði grein fyrir því í ræðu minni 3. maí að ég teldi að eignaraðildin, eins og hún væri núna takmörkuð í því frumvarpi sem við höfum verið að ræða, væri of stíf og að ég teldi eðlilegt að velta fyrir sér allt öðrum tölum heldur en þeim 5% sem núna eru komnar inn í frumvarpið. Ég nefndi meðal annars 30% eignaraðild og að ef til vill ætti eitt fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu að eiga 15% af því. Þetta voru þær hugmyndir sem ég nefndi hér þegar við vorum efnislega að ræða þetta mál.