Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 15:15:59 (8683)

2004-05-19 15:15:59# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, EKH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[15:15]

Einar Karl Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér heyrðist ekki betur en hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson héldi því fram að ríkisstjórnin ætlaði að lengja í hengingarólinni og leyfa útvarpsleyfum að renna út af sérstakri umhyggju fyrir starfsmönnum Norðurljósa. Ég leyfi mér að andmæla þeirri skýringu. Ég held að það hafi þegar komið fram að ástæðan er fyrst og fremst sú að hæstv. utanrrh., formanni Framsfl., þótti nauðsynlegt að vera öruggari en ekki öruggur um málið gagnvart stjórnarskránni. Síðan er það náttúrlega ekki boðlegt fyrir ríkisstjórn að vera uppvís að því að þegar ráðherrar lesa blöðin og vakna upp við það að þar er eitthvað sem skapraunar þeim þá svipti þeir leyfisskyld fyrirtæki leyfum. Hvernig er það metið í atvinnulífinu? Hvernig er það metið í alþjóðlegu (Forseti hringir.) atvinnulífi? Það er af þeim ástæðum sem þeir treysta sér ekki til að halda fram með slík lög.

(Forseti (ÞBack): Ég bið hv. þingmenn að virða tímann, þetta er knappur ræðutími, og halda sig við eina mínútu.)