Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 21:10:27 (8714)

2004-05-19 21:10:27# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[21:10]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ein óskaplega einföld spurning: Ef þetta frv. hefur það í för með sér að fjölmiðlum á Íslandi fækkar og þeir verða veikari, er frv. þá til þess fallið að auka fjölbreytni í fjölmiðlun? Við skulum reyna að koma ofan úr hæðum teoríunnar og skoða veruleikann eins og hann blasir við. Það er þessi veruleiki sem stjórnarandstaðan er að reyna að benda á.

Ég vil aðeins ljúka þessu með því sem ég byrjaði á, að nefna dreifða eignaraðild í fjármálastofnunum. Hvers vegna lagðist Sjálfstfl. gegn því og féll frá þeirri hugmynd sem upphaflega lá fyrir, að selja ríkisbankana hér á opnum markaði, en gekkst inn á tillögu Framsfl. um að fá þá í hendur kjölfestufjárfestum sem ég tel að sé eitt mesta spillingarmál síðari tíma?