Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 21:16:22 (8719)

2004-05-19 21:16:22# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[21:16]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. talaði um að tilmæli Samf. mundu fela í sér að til endurskoðunar kæmi á tilteknu fyrirkomulagi á þessu fyrirtæki sem ég hef hér nefnt. Ég held, virðulegi forseti, að það verði að orða þetta miklu sterkar. Ef það á að taka tilmæli Samf. bókstaflega fela þau það í sér að það fyrirkomulag sem uppi er núna, að Gunnar Smári Egilsson, svo að ég nefni bara nöfnin, gæti ekki gert hvort tveggja, að sitja í stjórnum þessa fjölmiðlarisa og vera líka ritstjóri. Þá eiga auðvitað þingmenn Samf. að segja það (Gripið fram í: Þeir segja ...) (Gripið fram í.) en ekki eins og í þessu andsvari. Það var tækifæri til þess að árétta það hérna. Ekki bara segja sem svo að það feli í sér að koma til endurskoðunar. Þetta frammíkall tveggja eða þriggja þingmanna Samf. staðfestir að draga beri þá ályktun af tillögu þeirra að þeir telji að yrði hún samþykkt mundi hún banna stjórnarsetu eða ritstjórnarsetu þessa tiltekna einstaklings.