Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 17:16:20 (8762)

2004-05-21 17:16:20# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[17:16]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins hnykkja á einu atriði sem vekur ugg í brjósti manna, að eftir 13 ára valdatíð og jafnvel á köflum þeirrar valdatíðar hefur hæstv. forsrh. náð því að vera kallaður landsfaðir, skuli hann með þeim hætti, með þessum vinnubrögðum kljúfa þjóðina í herðar niður í jafnalvarlegu máli og umræðu um lýðræðið, hvernig það er praktíserað og hvernig skipulagi fjölmiðla sem skipta miklu um lýðræðið er háttað. Slíkar spurningar standa eftir í mínum huga. En vandinn við þessa umræðu er sá að það vill enginn stjórnarliði koma í umræðuna til þess að upplýsa okkur stjórnarandstöðuþingmenn á hvaða ferðalagi ríkisstjórnin er. Þess vegna verður þetta alltaf einsleit umræða, því miður.