Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 21:59:51 (8776)

2004-05-21 21:59:51# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[21:59]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að enginn sé að hrekja Baug úr landi. Væntanlega fjárfestir Baugur þar sem mest arðsemi er af fjárfestingunum, það gengur nú bara þannig. Heimurinn er orðinn lítill í dag, menn fara hratt yfir. (Gripið fram í.)

Ég get verið sammála hv. þingmanni, auðvitað eiga samkeppnislög að gilda um þetta líka, ekki bara sértæk lög um fjölmiðlun heldur líka samkeppnislög. Það er í öðrum löndum þannig þar sem þetta er tekið nákvæmar.

Ég er líka sammála því að þetta eigi ekki bara að gilda um verslunarkeðjur og ég er einnig sammála hv. þingmanni varðandi t.d. Símann sem mætti skoða í framhaldi. Það er mjög merkilegt að fá tilboð frá aðilum á fjarskiptamarkaðnum. Símanum gengur svona illa, held ég, að aðlaga sig að þessu.

En ég heyri að það er ekki mikill skoðanaágreiningur milli mín og hv. þingmanns. Málflutningur hans er allur annar en hann hefur verið hér undanfarið við þessa umræðu. Ég fagna því.