Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:49:27 (8853)

2004-05-24 13:49:27# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Mörður Árnason:

Með leyfi forseta: ,,Að sérhver maður hafi frelsi til að halda trú þá sem hann vill, tala hvað hann vill, rita hvað hann vill og láta prenta hvað hann vill, meðan hann meiðir engan, þykir vissulega engum á Íslandi frelsi um of; að líkum hætti má atvinnufrelsi og verslunarfrelsi ekki missa þar sem nokkuð fjör og dugnaður á að komast á fót, og má í því skyni ekki hafa stundarskaða nokkurra manna fyrir augum, heldur gagn alþýðu bæði í bráð og lengd.`` Jón Sigurðsson, 1841.

Ég segi nei.