Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:52:19 (8855)

2004-05-24 13:52:19# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:52]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég get ekki að því gert en mér finnst þetta vera sorgardagur.

Sorgardagur af því að hér er verið að neyta aflsmunar til að knýja í gegn ólög.

Sorgardagur af því að hér er ekki verið að umgangast stjórnarskrána af þeirri virðingu sem Alþingi á að gera.

Sorgardagur af því að hér er verið að setja lög sem að mínu viti eru ekkert annað en lög um opinbera ritskoðun. Ég segi nei.