Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 25. maí 2004, kl. 10:36:05 (8897)

2004-05-25 10:36:05# 130. lþ. 125.5 fundur 750. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (dótturfélög sparisjóða, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv. 77/2004, Frsm. meiri hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 130. lþ.

[10:36]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Það er hárrétt hjá hv. þm. að með orðinu ,,aðila`` er þetta víkkað út. Það eru ekki bara einstaklingar sem hægt er að færa til skýrslugjafar heldur einnig fyrirtæki og lögaðilar, þ.e. forsvarsmenn þeirra sem ekki eru endilega skattgreiðendur eða þeir sem eiga að greiða skattinn. Þetta var talið nauðsynlegt.

Hvað þýðir ,,að forfallalausu``? Það þýðir það t.d. ef maður er sannanlega á sjúkrahúsi, ef hann er í sumarleyfi sem hafði verið ákveðið löngu áður og hann getur ekki hafa vitað af kvaðningunni. Þá er mjög óréttmætt að refsa honum fyrir að hafa ekki mætt og að færa hann eftir það með lögregluvaldi til skýrslugjafar.

Síðan var tekið út orðið ,,ítrekaðri`` í 2. gr. frv. Það var til að þurfa ekki að vera með tvær tilkynningar til aðila áður en hægt væri að gera eitthvað í málinu. Það er nóg að ein komi. En aðallega er það til samræmis við önnur lög um kvaðningar.