Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 12:59:08 (8976)

2004-05-26 12:59:08# 130. lþ. 127.12 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[12:59]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Fyrri spurningin sneri eiginlega að samvisku hvers og eins. Hv. þm. Pétur Blöndal verður að svara því fyrir sig hvort hann tími að fara í fæðingarorlof ef hann yrði svo heppinn að eignast barn. Ég get ekki svarað fyrir hann eða nokkurn annan Íslending. Ég met það hins vegar svo að ekki sé ástæða til þess hjá fólki að hætta við að taka fæðingarorlof þótt þak sé á greiðslum til þeirra. Því verður hver og einn að svara fyrir sig og eiga við samvisku sína.

Varðandi örorkulífeyrinn þá veit ég ekki til þess að einn einasti lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði sjómanna komist yfir 600 þús. kr. á mánuði. Mér er ekki kunnugt um það.