Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 13:00:04 (8977)

2004-05-26 13:00:04# 130. lþ. 127.12 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[13:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég hygg að það kunni að finnast dæmi þess að í Lífeyrissjóði sjómanna sé örorkulífeyrir 480 þús. kr. á mánuði. Til þess liggja til grundvallar um 600--700 þús. kr. mánaðarlaun sem er ekki voðalega sjaldgæft, t.d. hjá togarasjómönnum. Menn þurfa ekki að hafa greitt nema í þrjú ár í sjóðinn af 800--900 þús. kr. tekjum. Verði þeir öryrkjar fá þeir það framreiknað til 67 ára aldurs sem gefur þeim 67% af tekjum, þ.e. um og yfir hálfa milljón.