Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 14:36:49 (8999)

2004-05-26 14:36:49# 130. lþ. 127.10 fundur 1002. mál: #A almenn hegningarlög# (rof á reynslulausn) frv. 73/2004, Frsm. BjarnB (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breyting á almennum hegningarlögum sem lagt er fram af allshn.

Frv. þetta hefur verið unnið í dómsmrn. og er byggt á drögum sem þeir Jónatan Þórmundsson og Róbert Spanó lögðu fram. Einhugur var í allshn. um að leggja þetta mál fram á þinginu og í stuttu máli fjallar frv. um það að að kröfu ákæranda geti dómstóll úrskurðað að maður sem hlotið hefur reynslulausn skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann á reynslutíma rýfur gróflega almennt skilyrði reynslulausnar enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem varðar tiltekið lágmark sem tilgreint er í frv.

Ég vek athygli á að frv. fylgir mjög ítarleg greinargerð þar sem farið er yfir öll þau sjónarmið sem liggja málinu til grundvallar og ég mælist eindregið til þess að það fái hraða og örugga afgreiðslu á þinginu.