Lokafjárlög 2001

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 18:40:13 (9023)

2004-05-26 18:40:13# 130. lþ. 127.26 fundur 653. mál: #A lokafjárlög 2001# frv. 101/2004, Frsm. meiri hluta MS
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson):

Hæstv. forseti. Hér fer fram 3. umr. um frv. til lokafjárlaga fyrir árið 2001. Það sem fram kom í máli mínu varðandi lokafjárlög 2000 á einnig við hér, þ.e. við 2. umr. og umfjöllun fjárln. fyrr í vetur lá fyrir misræmi milli ríkisreiknings og frv. til lokafjárlaga og eftir 2. umr. var ákveðið að fara betur yfir málið eftir að athugasemdir höfðu verið gerðar við afgreiðslu þess. Fjárln. gerði það og fékk til fundar við sig fulltrúa Ríkisendurskoðunar. Eftir þá umfjöllun leggur meiri hluti fjárln. fram brtt. við 3. gr. frv. Lagt er til að greinin orðist svo:

,,Lög þessi öðlast þegar gildi og er ríkisreikningur fyrir árið 2001 jafnframt staðfestur ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda í áritun hans á reikninginn, sbr. 45. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins.``

Að breytingartillögunni standa hv. þm. Magnús Stefánsson, Drífa Hjartardóttir, Birkir J. Jónsson og Guðjón Hjörleifsson.

Ég ætla ekki að hafa lengra mál um þetta og tel ekki ástæðu til að endurtaka það sem fram fór við 2. umr. Þar var ítarlega um málið fjallað og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka það en ber þessa brtt. upp í nafni meiri hluta fjárln.