Réttarstaða íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 20:52:59 (9040)

2004-05-26 20:52:59# 130. lþ. 127.30 fundur 387. mál: #A réttarstaða íslenskrar tungu# þál., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[20:52]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Ég get ekki svarað til gagns spurningum hv. þm. Sigurjóns Þórðarsonar en hvað sem öðrum málum líður tel ég að það geti ekki þýtt nema eitt þegar máli er vísað til ríkisstjórnarinnar sem fram hefur verið borið af prýðilegum mönnum í öllum þingflokkum, fengið einróma afgreiðslu í menntmn., afar jákvæða umsögn þar, og er nýtt á þinginu. Með þessari afgreiðslu hlýtur þingið að ætlast til þess að ríkisstjórnin taki afstöðu til málsins og afgreiði það á þann veg sem henni líst bestur og réttastur. Ég ætla að standa í þeirri von að þessi skilningur sé sá sami og annarra ef einróma tillaga menntmn. verður samþykkt við atkvæðagreiðsluna.