Réttarstaða íslenskrar tungu

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 20:54:14 (9041)

2004-05-26 20:54:14# 130. lþ. 127.30 fundur 387. mál: #A réttarstaða íslenskrar tungu# þál., Frsm. DJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[20:54]

Frsm. menntmn. (Dagný Jónsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hlý orð í þessari umræðu. Það var kannski ótrúlegt hvernig réttarstaða íslenskrar tungu tengist rjúpunni en ég ætla ekki að fara nánar út í þau mál.

Vegna orða hv. þm. Sigurjóns Þórðarsonar um viðurkenningu táknmáls vísa ég í nefndarálitið sem við erum að fjalla um. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Þá skipta óskir heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra um viðurkenningu á íslenska táknmálinu sem móðurmáli sínu einnig verulegu máli í þessum efnum þar sem ljóst þarf að vera hver réttarstaða íslenskunnar er svo að komið geti til álita að gera íslenska táknmálið jafnrétthátt íslensku.``