Lyfjalög

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 21:11:40 (9044)

2004-05-26 21:11:40# 130. lþ. 127.14 fundur 880. mál: #A lyfjalög# (lyfjaverð og greiðsluþátttaka almannatrygginga) frv. 83/2004, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[21:11]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér voru greidd atkvæði um að taka út úr 10. gr. ákvæði um að almannatryggingar megi taka þátt í greiðslu fyrir lyf með sambærileg meðferðaráhrif. Við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði greiddum því atkvæði að þetta færi út úr greininni og yrði geymt þar til við heildarendurskoðun laganna. Nú er ákvæði um þetta í reglugerð og mjög mikil áhöld eru um að lagaákvæðið hefði skilað þeirri lækkun á lyfjaverði sem eftir er leitað.