Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:21:03 (9055)

2004-05-26 22:21:03# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:21]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Forsendur breyttust í meðferð málsins og teknar voru upp viðræður við Landssamband smábátaeigenda. Það var alveg ljóst að menn þar töldu öryggisákvæði í frv. með þeim hætti að félagsmenn þeirra vildu frekar fara í aflamark. Þess vegna var niðurstaðan að vinna málið út frá því að reynt yrði að loka kerfinu og auka hlutdeildina sem endaði í 9.500 tonnum og 300 tonnum í sértækar aðgerðir.