Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:21:44 (9056)

2004-05-26 22:21:44# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:21]

Jón Bjarnason (andsvar):

Frú forseti. Það var svo sannarlega kúvent, þvert á það sem var yfirlýst og til umræðu hér í þinginu. Til umræðu var að festa sóknardagakerfið í sessi, treysta grundvöll þess. Það var ekki verið að fást við aflamark eða kvótasetningu á bátum þannig að þetta er gerræðisleg ákvörðun af hálfu meiri hlutans, að taka heilan flota í miðjum viðræðum um það hvernig á að treysta líf hans, stöðu og framtíð og slá hann af. Það er a.m.k. furðuleg ,,sáttavinna`` og ég mótmæli þeim gerræðislegu vinnubrögðum sem hafa verið höfð í frammi við gerð þessa nýja frv. Það var ekki unnið í sjútvn. Fulltrúar þar voru látnir bíða klukkutímum saman í gær eftir að sjútvrn. kæmi með tillögurnar inn í nefndina. Átti málið þó að heita á forsjá þingsins.