Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:22:59 (9057)

2004-05-26 22:22:59# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:22]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ekki rétt. Ég hafði umboð meiri hluta sjútvn. til að vinna með ráðuneytinu að þessu máli og var á fundum með Landssambandi smábátaeigenda.

Frumvörp hafa oft tekið breytingum í meðförum Alþingis. Þetta eru veigamiklar breytingar, það er alveg rétt. (Gripið fram í.) En það verður líka, hv. þm. Jón Bjarnason, að athuga að við höfum líka hlustað á menn sem eru í þessari atvinnugrein. Þeir eru margir orðnir þreyttir á þessu og þeir eru líka búnir að sannfæra okkur um að það eru miklir möguleikar og meiri að fara yfir í aflamarkið heldur en vera í sóknardagakerfinu. (Gripið fram í.)