Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:24:38 (9059)

2004-05-26 22:24:38# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:24]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sannfærður um að aflamarkskerfið gefur miklu meiri möguleika á nýliðun. Ástæðan er mjög einföld. Bankakerfið hérlendis hefur ekki leyft mönnum að fjárfesta í þessu því að óöryggið er mikið. Menn geta ekki labbað inn í banka og beðið um peninga til að kaupa bát á sóknardögum af því að menn þurfa að veðsetja annað en bátinn. Það er alveg ljóst. Þess eru dæmi að menn hafa fengið fjögur tilboð í sama bátinn á ýmsum tímum, alltaf með fyrirvara um fjármögnun, en endirinn hefur orðið að hún hefur ekki fengist. Í aflamarkinu geta menn gert samninga til lengri tíma og vaxtakjör o.fl. er meira að segja betra því að þetta er massífara kerfi að mínu mati.