Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:28:25 (9063)

2004-05-26 22:28:25# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:28]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er rétt hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni. Það er 91% af fyrstu 42,5 tonnunum og 45% umfram það. Þetta er sá reiknigrunnur sem verður sennilega í brtt. sem meiri hlutinn mun flytja á milli umræðna.

Varðandi sátt við Landssamband smábátaeigenda, þá kom fram á fundi í sjútvn. að miðað við þær forsendur og það sem við lögðum upp með vissu menn af því að það væri öryggisákvæði og það yrði ekki hreyft í frv. Það var einnig rætt um að koma á gólfi sem var ekki viðeigandi af þeirra hálfu fyrst ákvæðið var inni og sáttin byggðist á því að reyna að loka kerfinu með þessum hætti. (JGunn: Er sátt?) Eins og ég skýrði út.