Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:32:42 (9067)

2004-05-26 22:32:42# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:32]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. kallar mig talsmann LÍÚ. Ég held að enginn hafi skammað mig eins mikið og menn frá LÍÚ. Ég sver það alveg af mér. (MÞH: Það er bara leikaraskapur.) Ég held að allir eða a.m.k. flestir séu sammála því að fara eigi í aflamarkið. Það kom tillaga frá einum nefndarmanna um að kalla inn þá aðila sem stofnuðu þetta félag. Það var spurt hvort menn vildu fá fleiri til að ræða við. Við gáfum nægan tíma til að ræða málin og sendum líka út umsagnir. En það komu engar tillögur.

Þú hafðir rétt í þessu máli, hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson, til að boða menn, nefna nöfn, hringja í þá og ræða við þá. En það komu engar tilnefningar frá hv. þm.