Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 12:13:46 (9166)

2004-05-27 12:13:46# 130. lþ. 128.24 fundur 868. mál: #A þjóðgarðurinn á Þingvöllum# frv. 47/2004, Frsm. BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[12:13]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins í tilefni af þessum orðum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar vekja athygli á því að nefndin er auðvitað verulega að auka tengsl þingsins við nefndina með því að fjölga nefndarmönnum í Þingvallanefnd úr þremur, eins og frv. sjálft gerir ráð fyrir, í sjö. Ég átta mig heldur ekki alveg á því hversu mikla áherslu hann leggur á það atriði sem fram kemur í brtt. nefndarinnar um að forsrh. skuli skipa formann nefndarinnar og varaformann í ljósi þess að þar er þá einungis um tvo af sjö nefndarmönnum að ræða. Hendur forsrh. hafa verið bundnar af þinginu um það úr hversu stórum hópi hann getur þá valið formanninn og varaformanninn, þ.e. það verða að sjálfsögðu einungis þeir sem þingið sjálft hefur kosið sem nefndarmenn. Ég skil ekki alveg af hverju hv. þm. leggur svona mikla áherslu á þetta atriði sérstaklega.

Að öðru leyti bendi ég bara á að það skiptir máli í þessu samhengi að hafa í huga að samkvæmt 2. gr. laganna fer forsrn. með yfirstjórn mála sem varða þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þaðan er þessi hugmynd fyrst og fremst komin.