Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 13:38:26 (9175)

2004-05-27 13:38:26# 130. lþ. 128.1 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, JóhS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[13:38]

Jóhanna Sigurðardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Minni hlutinn styður meginefni frv. að því gefnu að eftirfarandi brtt. sem nú koma til atkvæða nái fram að ganga:

Þak og gólf viðmiðunarfjárhæðar breytist á hverjum tíma í samræmi við launavísitölu.

Tekjur viðmiðunartímabils tekna vegna greiðslna í fæðingarorlofi taki breytingum í samræmi við breytingar á launavísitölu á tímabilinu.

Heimilt sé að taka tillit til tekna á fæðingarári barns ef einstaklingur í fæðingarorlofi hefur verið tekjulaus á viðmiðunartímabilinu, t.d. vegna atvinnuleysis.

Orlof greiðist að loknu fæðingarorlofstímabili jafnt á almenna vinnumarkaðnum sem á opinbera vinnumarkaðnum.

Umönnunar- og lífeyrisgreiðslur verði samrýmanlegar fæðingarorlofi þannig að umönnunargreiðslur og lífeyrir öryrkja falli ekki niður við töku fæðingarorlofs.

Margar af þessum brtt. skipta sköpum um hvort markmið fæðingarorlofslaganna nái fram að ganga en sé ekki stefnt í tvísýnu. Það veltur á framgangi þessara brtt. hvort minni hlutinn styður frv. í heild en hann mun láta á brtt. reyna við þessa atkvæðagreiðslu.