Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:16:32 (9187)

2004-05-27 14:16:32# 130. lþ. 128.7 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv. 97/2004, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:16]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um gildistöku laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu. Ég hef talað fyrir því að gildistökunni ætti að fresta þar til verndaráætlun sú sem kveðið er á um í þessu frv. að gerð verði lítur dagsins ljós og tekur gildi. Slíkt kæmi í veg fyrir ákveðið tómarúm sem mundi myndast með þeirri tillögu sem hér er verið að bera upp undir atkvæði, tómarúm sem býr til tveggja ára tímabil þar sem engrar verndar nýtur samkvæmt náttúruverndarlögum á stórum hluta þess svæðis sem notið hefur verndar samkvæmt þessum lögum hingað til. Þess vegna sit ég hjá við gildistökugreinina.