Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:20:40 (9190)

2004-05-27 14:20:40# 130. lþ. 128.7 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv. 97/2004, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:20]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Það er sannarlega hægt að taka undir það að hér sé hægt að greiða atkvæði með mikilli gleði. Það er spurning hvort maður getur fengið að greiða atkvæði tvisvar sinnum með því að þetta bráðabirgðaákvæði falli út. Það var auðvitað algerlega forkastanlegt að hæstv. umhvrh. skyldi leyfa sér að setja þetta bráðabirgðaákvæði inn í frv.

Ég tek undir það sem hv. þm. Mörður Árnason sagði, því gerræði sem þar var á ferðinni er nú hrundið með þessari atkvæðagreiðslu og er það mikið fagnaðarefni. Ég segi já.