Frestun á fundum Alþingis

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 15:35:12 (9212)

2004-05-27 15:35:12# 130. lþ. 129.1 fundur 1005. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál. 27/130, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[15:35]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna síðustu orða hv. þm. vill þannig til að það voru einmitt mjög góðir fræðimenn sem jafnframt hafa verið forsrh., þeir Ólafur Jóhannesson og Bjarni Benediktsson, sem báðir hafa sagt, hvor með sínum hætti, að þetta ákvæði væri ekki tækt. Þótt hinn formlegi réttur kynni að vera til staðar væri ákvæðið ekki beitanlegt eins og það væri, segir annar þeirra. Hinn segir það ekki beitanlegt vegna þess að það stangist á við þingræðisregluna. Mér finnst frekar að þingmenn ættu að sameinast um að láta ekki brjóta fyrir þeim 100 ára gamla þingræðisreglu fremur en að grafa undan henni.