Frestun á fundum Alþingis

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 16:34:34 (9233)

2004-05-27 16:34:34# 130. lþ. 129.1 fundur 1005. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál. 27/130, BjörgvS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[16:34]

Björgvin G. Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Við þá umræðu sem fram fór hér síðustu klukkustundina eða svo um tillögu um þingfrestun komu ítrekað fram spurningar frá forustumönnum stjórnarandstöðuflokkanna og fleiri þingmönnum okkar flokka um það hvenær hæstv. forsrh. mundi senda forseta lögin til undirritunar og hvort hann mundi ekki alveg örugglega kalla þing saman um leið og ljóst væri hvort forseti mundi hafna því að undirrita lögin og senda þau fyrir þjóðaratkvæði.

Þar sem forsrh. svaraði hvorugri þessara spurninga get ég ekki greitt þessari tillögu atkvæði mitt og segi því nei.