Búnaðarfræðsla

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 22:36:19 (9281)

2004-05-27 22:36:19# 130. lþ. 129.24 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[22:36]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. framsögumanni fyrir yfirferðina. Það er aðeins eitt sem ég vildi fá nánari skýringar á. Í nál. segir, með leyfi forseta:

,,Þá telur meiri hlutinn eðlilegt að við mótun skipulags Landbúnaðarháskóla Íslands verði starfseminni deildaskipt.``

Ég hefði viljað vita hvað þarna væri nákvæmlega átt við. Er átt við t.d. það sem segir í brtt. varðandi 21. gr. laganna?

,,Landbúnaðarháskóli Íslands er vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi á sviði landbúnaðar og garðyrkju sem veitir nemendum sínum fræðslu og vísindalega þjálfun er miðast við að þeir geti tekið að sér sérfræði- og rannsóknastörf í þágu íslensks landbúnaðar og garðyrkju.`` --- Er það þessi deildaskipting sem verið er að víkja að í þessari setningu eða hvaða hugmyndir eru á bak við deildaskiptinguna sem hér er vikið að í einni setningu?