Búnaðarfræðsla

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 22:37:32 (9282)

2004-05-27 22:37:32# 130. lþ. 129.24 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, Frsm. meiri hluta DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[22:37]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Með deildaskiptingu er bara átt við það sama og í öðrum háskólum sem eru reknir deildaskiptir. Í þessu sambandi erum við aðallega að hugsa um að skólinn verður rekinn á fleiri stöðum en einum, t.d. á Keldum í Reykjavík, að Reykjum í Ölfusi og svo á Hvanneyri og víðar. Það er hægt að deildaskipta háskólanum og það er bara eins og er gert við aðra háskóla.