Búnaðarfræðsla

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 23:26:44 (9290)

2004-05-27 23:26:44# 130. lþ. 129.24 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, DJ
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[23:26]

Dagný Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil í örfáum orðum fagna mjög þessari stefnu hæstv. landbrh. sem kemur hér fram í stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands. Skoðun mín er sú að þetta muni án efa styrkja landbúnaðarmenntun og rannsóknir í landinu og að því hljótum við öll að stefna.

Ég fagna því einnig að hv. landbn. kemur hér með breytingu um að fjölgað verði um tvo fulltrúa í háskólaráði þannig að starfsmenn tilnefni einn og nemendur einn. Það er í samræmi við lög um háskóla.

Ég vil segja enn fremur að staða skóla undir landbrn. er góð. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut enda er það stefna hæstv. landbrh. sem og hv. landbn.