2004-05-28 02:07:21# 130. lþ. 129.27 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[26:07]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson þarf ekki að eigna sér það sem stendur í skýrslunni um stöðu mjólkuriðnaðar og þá samninga. Þau markmið sem standa gullnum stöfum í þeirri skýrslu koma alveg skýrt fram. Þar voru fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar að störfum ásamt bændunum sem sátu í samninganefndinni og fulltrúum ríkisvaldsins. Markmiðin voru alveg skýr og klár.

Hv. þm. þarf ekkert að kenna mér um Jónas frá Hriflu. Við reynum auðvitað að vinna að hagsmunum heildarinnar. (Gripið fram í: Þú og Jónas?) Nei, við í Framsfl. í dag. Hér er verið í kvöld að fara í gegnum 2. umr. Þetta eru mjög stórir málaflokkar, miklar byltingar og breytingar sem allar snúa að hagsmunum ekki síst neytenda þannig að viðhorfið er að vinna fyrir þjóðina og vinna fyrir neytendur. Og hver er ekki neytandi? Sveitamaðurinn er líka neytandi þannig að við þurfum ekkert að vera að aðskilja okkur í þessu. Við höfum sameiginleg markmið og að þeim erum við að vinna.