Raforkulög

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 11:06:56 (9348)

2004-05-28 11:06:56# 130. lþ. 130.27 fundur 740. mál: #A raforkulög# (flutningur raforku, gjaldskrár o.fl.) frv. 89/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[11:06]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ágætis ræða hjá mínum góða félaga, hv. þm. Kjartani Ólafssyni. Ég held hins vegar að menn þurfi að skoða þetta vel ef á að fara svo langt aftur í söguskoðuninni. Eftir því sem ég best veit var hér um að ræða lán sem fékkst í gegnum þessa fjármögnun. Það voru að vísu aðrir valkostir þá til staðar en þetta var eitthvað hagstæðara lán, ég hef lítillega rætt þetta við menn sem þekkja til og sjálfsagt er að skoða þetta eins og marga aðra þætti.

Eftir því sem ég best veit var hér um lán að ræða og þá var lánafyrirgreiðsla til staðar frá dönskum aðilum, sem höfðu að vísu verið eitthvað örlítið óhagstæðari, þannig að ég held að það borgi sig, virðulegi forseti, að skoða þetta mjög vel áður en menn verði með mjög stórar yfirlýsingar um þennan þátt mála.