Landsnet hf.

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 11:49:34 (9355)

2004-05-28 11:49:34# 130. lþ. 130.28 fundur 737. mál: #A Landsnet hf.# frv. 75/2004, SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[11:49]

Sigurjón Þórðarson:

Frú forseti. Ég ætla að hafa þetta örstutt en ég ítreka vegna orða hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar að það er rétt að fara yfir eignarhaldið á Landsnetinu til þess að raunveruleg samkeppni komist á.

Einnig vil ég árétta enn og aftur vegna orða hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar varðandi það að þetta sé framtíðin, samkeppni og eitthvað svoleiðis, að við erum eingöngu að tala um mjög lítinn hluta markaðarins, eingöngu 10% af raforkumarkaðnum. Þessi samkeppni er meira í orði en á borði vegna þess að það eru í raun opinber fyrirtæki sem eru að fara í ákveðna sýndarsamkeppni.

Ég tel að við eigum ekki eingöngu að horfa á raforkumarkaðinn heldur verði einnig að líta til fjarskiptamarkaðarins og sérstaklega til Landssímans. Og ég vil enn og aftur ítreka vegna hina rýru svara hæstv. fjmrh. varðandi ákveðna samkeppnishindrun sem Síminn beitir internetfyrirtæki að sporin hræða og það verður í rauninni að fara yfir þessi mál, að þeir sem bæði dreifa raforku og fjarskiptum komist ekki upp með samkeppnishindrandi aðgerðir og það verði að taka á því.

En ég ætlaði ekki að lengja umræðuna meira og hef lokið máli mínu.