Meðferð opinberra mála

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 13:46:11 (9375)

2004-05-28 13:46:11# 130. lþ. 130.1 fundur 871. mál: #A meðferð opinberra mála# (rannsóknargögn, símhlerun o.fl.) frv. 86/2004, BjarnB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[13:46]

Bjarni Benediktsson:

Virðulegi forseti. Málið sem við erum að afgreiða fékk góðan undirbúning áður en það var lagt fram á þinginu en auk þess hefur mikið verið unnið í því á þinginu í allshn. Ég hygg að eins og málið liggur fyrir sé enginn efnislegur ágreiningur um eitt einasta atriði og ég vil því leyfa mér að lýsa yfir furðu minni á því að menn skuli ekki vilja styðja málið eins og það liggur fyrir. Ég hafna því algjörlega að málið hafi komið illa undirbúið fyrir þingið enda var það þá í þeim búningi sem við sjáum víða annars staðar, til að mynda í Noregi, Danmörku og í öðrum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við.