Búnaðarfræðsla

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:12:49 (9382)

2004-05-28 14:12:49# 130. lþ. 130.7 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, landbrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:12]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Á þessari stundu fara fram skólaslit við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. (SJS: Hvað ert þú að gera hér?) Það er hátíðleg stund. Ég er staddur hér til að gegna skyldum mínum og fjarri hátíðlegri stund þar.

En hér er einnig hátíðleg stund. Sú ákvörðun að stofna Landbúnaðarháskóla Íslands úr þremur sterkum stofnunum, Garðyrkjuskólanum á Reykjum, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Háskólanum á Hvanneyri, er eitt stærsta tækifæri sem íslenskum landbúnaði hefur hlotnast. Þarna verður til heillandi vettvangur fyrir vísinda- og kennslufólk að starfa við, stofnun sem verður sterk og mun geta sótt um styrki hvaðan sem er til rannsókna og vísindastarfa. Hún mun draga að sér sterkt fólk í framtíðinni. Þess vegna er þetta stór stund fyrir íslenskan landbúnað, íslenska bændur og íslenska þjóð.