Jarðalög

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:27:24 (9385)

2004-05-28 14:27:24# 130. lþ. 130.9 fundur 783. mál: #A jarðalög# (heildarlög) frv. 81/2004, DrH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:27]

Drífa Hjartardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Markmiðið með þessu frv. er að setja heildarlög um réttindi og skyldur þeirra sem eiga land, stuðla að skipulegri nýtingu þess og tryggja að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota svo sem kostur er. Með þessu frv. er verið að færa löggjöf um jarðir fram til nútímans og samræma þeim meginreglum sem gilda um aðrar fasteignir í íslenskri löggjöf, en gildandi jarðalög eru að stofni til frá því 1976 og voru orðin nokkuð úrelt.