Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:56:46 (9397)

2004-05-28 14:56:46# 130. lþ. 130.14 fundur 341. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (tryggingaráð, skipulag TR o.fl.) frv. 91/2004, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:56]

Þuríður Backman:

Frú forseti. Með brtt. meiri hlutans eru völd og áhrif flutt frá Alþingi til ráðherra. Með breytingunni verður staða framkvæmdarvaldsins styrkt með þeim formerkjum að stjórnsýslan sé gerð skilvirkari.

Ég styð þann hluta frv. sem lýtur að skipan tryggingaráðs og stjórnsýslulegri stöðu Tryggingastofnunar ríkisins, eins og var í upphaflegu frv. ráðherra sem nú er búið að gjörbylta. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.