Umgengni um nytjastofna sjávar

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 16:50:39 (9420)

2004-05-28 16:50:39# 130. lþ. 131.4 fundur 875. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (landanir erlendis, undirmálsfiskur) frv. 65/2004, JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[16:50]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég er samþykkur áliti hv. sjútvn., með fyrirvara. Ég tek undir þann fyrirvara sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson gerði grein fyrir þegar hann mælti fyrir nefndarálitinu og geri hann að mínum.

Sömuleiðis tek ég undir þá gagnrýni sem hv. þm. Jóhann Ársælsson gerði hér grein fyrir varðandi aðra þætti málsins, varðandi landanir erlendis. Ég tek undir þær viðvaranir og þá gagnrýni sem kom fram hjá hv. þm.

Það er mitt mat að þetta frv. sé illa unnið. Ákvæði þess eru mjög loðin og það er ástæða til þess að annaðhvort gefi ráðherra yfirlýsingu í málinu eða festi það frekar í reglugerð þannig að ekki sé verið að opna fyrir nýjar heimildir til þess að fara á svig við landanir erlendis.

Þetta vildi ég taka fram, herra forseti, fyrirvari minn við þetta frv. er eins og ég hef hér gert grein fyrir.