Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 18:23:00 (9437)

2004-05-28 18:23:00# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[18:23]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson er að reyna að draga athygli þessa máls frá kjarna málsins. Það liggur fyrir í þinginu frv. frá Frjálsl. og Vinstri grænum um 23 daga gólf í sóknardagakerfi. Ekki hef ég séð, frú forseti, hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, nú á síðustu dögum þingsins, ganga fram eins skörulega og hann gerði í fjölmiðlamálinu og lýsa yfir vilja sínum, staðföstum vilja sínum um að það mál, mál Frjálsl. og Vinstri grænna, nái fram að ganga í þinginu.