Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 19:50:20 (9457)

2004-05-28 19:50:20# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[19:50]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var athyglisvert að heyra þetta svar hjá þingmanni í stuðningsliði ríkisstjórnar sem fyrir ári gerði stjórnarsáttmála þar sem fram kemur að leitast verði við að styrkja hagsmuni sjávarbyggða. Það stendur í stjórnarsáttmálanum en eftir því á ekki að fara í kvöld.

Varðandi alla þessa sjómenn þá hafa sjómenn komið á fund sjútvn. en þeir höfðu allir beina hagsmuni af því að fara inn í kvóta. Þetta voru menn sem áttu von á að fá tugi milljóna í kvóta. Ég tel að þessir menn hafi ekki verið marktækir. Þeir voru ekki marktækir.

Margir sjómenn, víða að af landinu, smábátasjómenn, hafa haft samband við mig og sagt: Þið verðið að reyna að hindra að kvótasetningin verði látin á okkur dynja. Við viljum ekki fara í kvóta. Það er örlítill þrýstihópur sem er að reyna að koma þessu í gegn.