Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 20:14:20 (9465)

2004-05-28 20:14:20# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, sjútvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[20:14]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Nú er umdeilt mál komið til lokaatkvæðagreiðslu. Það fer ekki hjá því í svo umdeildum málum að erfitt sé að komast að niðurstöðu. Svo hefur verið í þessu máli. Hér hafa margir komið að til að ná góðri niðurstöðu og ég er þakklátur öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg. Ég held að við höfum náð góðri niðurstöðu sem muni styrkja þau byggðarlög sem í hlut eiga, styrkja þau í að takast á við þá baráttu sem þau hafa átt í og munu eiga í í framtíðinni. Það er ekki auðvelt að vera lítið byggðarlag í dreifbýli á Íslandi. Þess vegna segi ég já, herra forseti.