Umgengni um nytjastofna sjávar

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 20:17:10 (9466)

2004-05-28 20:17:10# 130. lþ. 131.4 fundur 875. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (landanir erlendis, undirmálsfiskur) frv. 65/2004, MÞH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[20:17]

Magnús Þór Hafsteinsson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Þau munu m.a. gera það að verkum að í framtíðinni verður heimilt að landa fiskafla í erlendum höfnum.

Sá sem hér stendur á sæti í sjútvn. sem hefur farið með þetta mál. Ég tel að nefndin hafi ekki fengið fullnægjandi tryggingar eða skýringar á því hvernig eftirliti með löndun á þessum fiski verði háttað í framtíðinni. Þessar landanir hafa viðgengist nokkur undanfarin ár í Noregi í trássi við lög. Það eru lögbrot með vitund og vilja sjútvrn. Meðal annars vegna þess að við höfum ekki fengið fullnægjandi skýringar á því hvernig eftirliti með þessu skuli háttað þá kjósum við í þingflokki Frjálsl. að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.