Framhaldsfundir Alþingis

Mánudaginn 05. júlí 2004, kl. 15:01:30 (9472)

2004-07-05 15:01:30# 130. lþ. 133.95 fundur 630#B framhaldsfundir Alþingis#, forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 133. fundur, 130. lþ.

[15:01]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Forseti Íslands hefur gefið út svohljóðandi bréf:

,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Forsætisráðherra hefir tjáð mér að nauðsyn beri til að kveðja Alþingi saman til að fjalla um tilhögun atkvæðagreiðslu þeirrar sem ákveðið hefur verið að fram skuli fara, um frambúðargildi laga um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, og samkeppnislögum, nr. 8/1993, sem samþykkt voru á stjórnskipulegan hátt frá Alþingi hinn 24. maí sl.

Fyrir því hefi ég ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 15.00.

Gjört á Bessastöðum, 10. júní 2004.

Ólafur Ragnar Grímsson

-------------------

Davíð Oddsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

Fundir Alþingis hefjast því nú á ný. Hæstv. forseta, hv. alþingismenn, svo og starfsmenn Alþingis býð ég velkomna til þingstarfa og læt í ljósi þá ósk og von að störf okkar megi verða landi og lýð til blessunar.