Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 14:39:10 (9530)

2004-07-21 14:39:10# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, Frsm. minni hluta ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[14:39]

Frsm. minni hluta allshn. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Herra forseti. Í röðum þeirra afla voru t.d. fjölmargir flokksbundnir sjálfstæðismenn sem óar og ógnar það ofríki sem núverandi forusta þeirra beitir gagnvart þjóðinni. Í þeim hópi var furðulega hátt hlutfall skráðra framsóknarmanna sem beittu sér nánast fyrir uppreisn innan flokksins af því að þeim óaði og ógnaði framferði stjórnarherranna. Þetta var fólkið sem hv. þm. Pétur H. Blöndal hefði getað horfst í augu við ef hann hefði komið og hrópað fyrir framan Alþingi um daginn: Við viljum kjósa. Ég er viss um að það færi honum vel í munni.