Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 14:45:28 (9536)

2004-07-21 14:45:28# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, Frsm. minni hluta ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Frsm. minni hluta allshn. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Herra forseti. Það fer allt eftir eðli laganna. Ef lögin fælu t.d. í sér þær hugmyndir sem Samf. hefur lagt fram um gagnsætt eignarhald og um ritstjórnarlegt sjálfstæði þá tel ég að slík lög ættu að taka gildi mjög skjótt og þyrfti ekki að bíða mjög lengi eftir því.

Ég er þeirrar skoðunar, eins og hv. þm. sagði, að ekki sé hægt að leggja til atlögu með þau vopn í farteskinu sem Sjálfstfl. og eftir atvikum Framsfl. hafa reynt, þ.e. að beita mjög takmarkandi reglum á eignarhald. Nú er búið að kveða upp dóm yfir því. Vinna nefndarinnar hefur leitt það í ljós að þau ákvæði og þær reglur standast ekki stjórnarskrána. Það er ekki hægt að fara þá leið. Hugsanlega væri hægt að búa til slíkar reglur, sem stæðust stjórnarskrá, með miklu rýmri ákvæðum um eignarhlutdeild. Ég ímynda mér að hv. þm. hefði ekki mikinn áhuga á því.