Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 15:22:12 (9543)

2004-07-21 15:22:12# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[15:22]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ræð einfaldlega ekki og ætla mér ekki að ráða því eða móta fyrir fram hvaða mál forseti á hverjum tíma tekur slíka afstöðu til. Forseti Íslands á hverjum tíma er kosinn til að vinna eftir stjórnarskránni og þetta er ein af þeim reglum sem hann verður að vinna eftir.

Hvort hann tekur ákvörðun með því að rétta upp putta til að gá til veðurs veit ég ekki. Ég veit að sá sem hér stendur gáir oft til veðurs af gömlum vana, bæði daga og nætur og með tilliti til sinna ferðalaga sem þingmaður um landið.

Ég ætla mér ekki það hlutverk að segja til um hvernig forsetar skuli taka ákvörðun á hverjum tíma. Ég get ekki svarað hv. þm. fyrir hönd þeirra. Ég verð að eftirláta hv. þm. að taka á viðkomandi máli og spjalla við þá sem málið varðar í góðu tómi.