Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 16:46:04 (9558)

2004-07-21 16:46:04# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[16:46]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það er algjörlega tilgangslaust þetta karp og tilgangslausar þessar tilraunir sjálfstæðismanna til að kenna öllum öðrum um. Þá fyrst verða menn virkilega litlir þegar þeir tapa, þegar þeir falla á sjálfs sín bragði, þegar menn liggja flatir í sjálfskaparvíti, að þeir reyni að kenna öllum öðrum um. Þetta er bara svona, góðir sjálfstæðismenn. Þetta er sjálfskaparvíti ykkar, heimatilbúið, ykkar og Framsfl., og það þýðir ekkert að reyna að ónotast út í forseta lýðveldisins, stjórnarandstöðuna eða þjóðina. Takið þessu bara eins og menn.