Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:13:34 (9568)

2004-07-21 17:13:34# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:13]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Í kjölfar ræðu minnar og í kjölfar framsöguræðu formanns allshn. kemur mér spurning hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar á óvart. Mér virðist hann spyrja hvort við teljum að það brjóti á bága við stjórnarskrána að grípa inn í þetta ferli. Það er ekki einungis að ég telji það ekki brjóta í bága við stjórnarskrána að grípa inn í þetta ferli, við þessar aðstæður, heldur hafa þeir fræðimenn sem ég vísaði til, sem hafa einnig tjáð sig í fjölmiðlum og víðar, fært fyrir því rök að þeir telji slíkt standast stjórnarskipunarlög.

En ég tók líka fram að ég sé ekki ástæðu til að menn líti á þetta sem fordæmi sem menn ætli að fylgja ef þessar aðstæður koma upp aftur. Þess vegna þurfi að setjast yfir stjórnarskrána, og hafa hana alla undir, til að vera viðbúinn því ef aðstæðurnar koma upp aftur. Ég lít ekki svo á farið sé í bága við stjórnarskrána enda stæði ég ekki að þessu nál. ef ég teldi svo vera.